Sjúkrasjóður

Reglugerð sjúkrasjóðs Sjómannafélagsins Jötuns

1.gr.     Nafn sjóðsins og heimili

1.1               Sjóðurinn heitir Sjúkrasjóður Sjómannafélagins Jötuns, skammstafað SJ.

1.2               Sjúkrasjóður SJ er stofnaður samkvæmt samningi Sjómannafélagsins Jötuns annarsvegar og Útvegsbændafélags Vestmannaeyja og Samtaka Atvinnulífsins hinsvegar.

1.3               Sjúkrasjóður SJ er eign SJ. Heimili hans og varnarþing er í Vestmannaeyjum.

2.gr.     Verkefni sjóðsins

2.1               Verkefni sjóðsins er að veita sjóðsfélögum Sjúkrasjóðs SJ fjárhagsaðstoð í veikinda-,

slysa- og dánartilvikum. Einnig greiðir sjóðurinn styrki sem tilgreindir eru í grein 12.2 . Sjóðsfélagar eru þeir sem greitt hafa, eða fyrir þá hafa verið greidd, iðgjöld til sjóðsins.

3.gr.     Tekjur

3.1               Tekjur sjóðsins eru skv. 7.gr. laga nr. 19, 1.maí 1979, samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins.

3.2               Vaxtatekjur og annar arður.

3.3               Gjafir, framlög og styrkir.

3.4               Aðrar tekjur sem aðalfundur félagsins kann að ákveða hverju sinni.

4.gr.     Stjórn og rekstur

4.1               Stjórn sjóðsins skal kosin með sama hætti og stjórn SJ (eða á aðalfundi SJ) og ber stjórnin ábyrgð á öllum fjárreiðum sjóðsins.

4.2               Heimilt er að fela skrifstofu SJ fjárreiður og umsjón með sjóðunum. Þó skal halda bókhaldi sjóðsins aðskildu frá öðrum fjárreiðum SJ.

4.3               Ávallt skulu liggja fyrir gögn um rétt einstaklinga til greiðslu úr sjóðunum.

5.gr.     Reikningar og endurskoðun

5.1               Reikningar sjóðsins skulu lagðir fram áritaðir af félagslegum skoðunarmönnum og löggiltum endurskoðanda fyrir aðalfund SJ.

6.gr.     Úttekt óháðra eftirlitsaðila

6.1               Ár hvert, eigi síðar en fyrir lok maí skulu endurskoðaðir ársreikningar sjóðsins sendir miðstjórn ASÍ.

6.2               Geti sjóðurinn ekki staðið við skuldbindingar sínar ber stjórn sjóðsins að leggja fyrir aðalfund SJ tillögu að breytingu á reglugerð sem tryggir að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar.

7.gr.     Ávöxtun sjóðsins

7.1               Heimilt er að ávaxta fé sjóðsins með eftirfarandi hætti;

a)       í bönkum eða sparisjóðum,

b)       í fasteignum tengdum starfsemi sjóðsins,

c)       á annan hátt er stjórn sjóðsins metur tryggan.

8.gr.     Ráðstöfun fjármuna

8.1               Ávallt skal þess gætt að ráðsöfun fjármuna sjóðsins brjóti ekki í bága við tilgang hans eða verkefni.

9.gr.     Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði

9.1               Rétt til styrkveitinga úr sjóðnum eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. Þó 10.gr.

9.2               Einungis þeir sem sannanlega er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur til aðstoðar myndast.

9.3               Þeir sem greitt hefur verið af til sjóðsins lágmarksgjald og lágmarkstíma.

9.4               Þeir sem greitt hefur verið af til sjúkrasjóðsins en hafa ekki náð lágmarki, eiga rétt til bóta skv.gr. 12.1.1 í hlutfalli við greiðlsu viðkomandi.

9.5               Hafi umsækjandi verið fullgildur aðili í sjúkrasjóði annars félags innan ASÍ þar til hann byrjar greiðslu til sjóðsins, sbr. 10.gr.

9.6               Lágmarkstími til fullra réttinda er eitt ár þ.e. að félagsmaður hafi greitt til sjóðsins sl.12 mánuði.

9.7               Lágmarksgjald á 12 mánaða tímabili er 1% af kauptryggingu eins og hún er á hverjum tíma.

10.gr.   Samskipti sjúkrasjóðs

10.1            Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu sjúkra- og slysadagpeninga úr sjúkrasjóði eins verkalýðsfélags, öðlast þann rétt hjá nýjum sjóði skv. þeim reglum sem þar gilda eftir að hafa greitt í þann sjóð í einn mánuð, enda hafi hann fram að því átt rétt hjá fyrri sjóðum.

10.2            Vinni maður á fleiri en einum vinnustað og hafi verið greitt í fleiri en einn sjúkrasjóð þegar sótt er um greiðslu, skal umsækjandi greina frá því í hvaða sjóði hann hefur greitt og er heimilt að fresta greiðlsu bóta þangað til fyrir liggur staðfesting annarra sjóða á því að umsækjandi hafi ekki sótt um greiðslur þaðan. Sjúkrasjóðurinn skal leita slíkrar staðfestingar og gefa síðan öðrum sjóðum yfirlit yfir þær bætur sem greiddar eru vegna umsækjandans, tegund og fjárhæð bóta.

11.gr.   Geymd réttindi

11.1            Heimilt er að veita þeim sem láta af störfum eftir að 67 ára aldursmarki er náð, réttindi til dánarbóta úr sjóðunum. Stjórn sjóðsins ákveður upphæð bóta sem er eingreiðsla.

12.gr.   StyrkveitingarMarkmið sjóðsins eru að styrkja félagsmenn Sjómannafélagsins Jötuns vegna sjúkdóma eða veikinda sem valda langvarandi óvinnufærni.

12.1            Um greiðslur úr sjóðnum gilda eftirfarandi reglur:

A.                  Sjúkradagpeningar eru greiddir þegar sjóðfélagi nýtur ekki lengur launagreiðslna vegna langvarnandi óvinnufærni sökum veikinda.

B.                  Heimilt er að greiða eingreiðslustyrk ef launatekjur falla niður vegna langvarandi veikinda maka eða barna.

C.                  Styrkir til gleraugnakaupa, heyrnartækjakaupa, augnaðgerða, styrkir til heilsueflingar og sjúkraþjálfunar sbr. lið G í grein 12.2.

12.2            Greiðslutímabil

A.                  Sjóðfélagi getur átt rétt á dagpeningum í allt að 120 daga, helga daga jafnt sem virka daga en þó aldrei lengur en óvinnufærni varir. Endurnýast sá réttur á 12 mánaða fresti.

B.                  Dagpeninga í 30daga, vegna langveikra barna 80% af dagpeningum sjóðfélaga. Endurnýast sá réttur á 12 mánaða fresti

C.                  Dagpeninga í 30 daga vegna alvarlega veikinda maka. 80% af dagpeningum sjóðfélaga. Endurnýast sá réttur á 12 mánaða fresti.

D.                  Dagpeningar eru greiddir frá þeim tíma sem greiðslurétti úr hendi atvinnurekenda eða tryggingafélags lýkur.

E.                  Eigreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga skulu nema allt að kr. 200.000.       

F.                  Eingreiðsla vegna áfengismeðferðar kr. 3.000  pr. dag í allt að 30 daga.                                                                                                                          .

12.3            Endurnýjun réttinda.

Með umsókn í sjúkrasjóð skal fylga staðfesting frá launagreiðanda hvenær viðkomandi fór af launaskrá, og aðrar þær tekjur sem sjóðfélaginn kann að hafa.Allar tekjur sem sjóðfélagi kann að hafa á tímabilinu sem bætur eru greiddar, dragast frá sjúkradagpeningum sem sjóðfélagiá rétt á úr sjóðnum.Sjúkradagpeninga skal greiða út mánaðarlega.

Sá sem fullnýtt hefur rétt sinn til sjúkradagpeninga ávinnur sér rétt til greiðslna að nýju þegar hann hefur greitt til sjóðsins í 12 mánuði eftir að hann hefur störf aftur.

14.gr.   Tilhögun greiðslna úr sjóðnum

14.1            Afgreiðsla sjóðsins skal vera á skrifstofu SJ og greiðir sjóðurinn allan kostnað sem af rekstri hans leiðir.

14.2            Stjórn sjóðsins setur nánari reglur um fyrirkomulag á greiðslu dagpeninga,styrkja og aðra starfstilhögun.

14.3            Umsóknum skal skilað á því formi sem stjórn sjóðsins ákveður og þeim fylgi nauðsynleg vottorð sem tryggja réttmæti greiðslna.

15.gr.   Fyrning bótaréttar

15.1            Réttur til bóta eða styrkja úr sjúkrasjóði skv. reglugerð þessari fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því að rétturinn stofnast.

16.gr.   Endurgreiðsla iðgjalda

16.1            Iðgjöld til sjóðsins endurgreiðast ekki.

17.gr.   Upplýsingaskylda

17.1            Stjórn sjóðsins er skylt að upplýsa sjóðsfélaga um rétt þeirra til aðstoðar sjóðsins með útgáfu bæklinga eða dreifirita.

18.gr.   Breyting á fjárhæðum og styrkjum

18.1            Stjórn sjóðsins skal leggja fyrir aðalfund breytingar á almennum reglum um fjárhæðir styrkja sem sjóðurinn greiðir.

18.2      Breytingar á reglugerðinniBreytingar á reglugerðinni verða aðeins gerðar á aðalfundi SJ.                                      Samþykkt á Aðalfundi Jötuns 4. júní 2010.

Scroll to Top